
Dagskrá Norðurljósahlaups Orkusölunnar 4. febrúar 2023
18:00
Upphitun hefst í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu. DJ Dóra Júlía stígur fyrst á svið og hitar upp rýmið.
18:30
Páll Óskar stýrir upphitun og kemur öllum í gírinn.
19:00
Ræsing fyrir utan Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu.
Hlaupið endar í Hafnarhúsinu þar sem boðið er uppá drykki og hægt verður að smella af sér mynd í ,,Photobooth".
Reikna má með að það taki þátttakendur á bilinu 20-70 mínútur að ljúka hlaupinu. Athugið þó að það er engin tímataka og þetta er ekki keppni, heldur upplifun.
Með fyrirvara um breytingar