Dagskrá

18:00

Upphitun hefst í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu. DJ Dóra Júlía mun koma liðinu í gírinn. Eva Ruza ásamt dönsurum munu síðan stíga á stokk uppúr 18:40 og taka almennilega á því ásamt þátttakendum fyrir ræsingu.

19:00

Ræsing fyrir utan Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu. 
Hlaupið endar einnig inní Hafnarhúsinu í ljósapartýi þar sem Jói P og Króli munu reyna að rífa þakið af húsinu.

Reikna má með að það taki þátttakendur á bilinu 20-70 mínútur að ljúka hlaupinu. Athugið þó að það er engin tímataka og þetta er ekki keppni sem slík, heldur upplifun.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Norðurljósahlaupi Orkusölunnar í febrúar, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaupi Suzuki í júní, Laugavegshlaupinu í júlí, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst og Reykjavik International Games í janúar.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]