Gott að vita

Allir þátttakendur taka þátt á eigin ábyrgð og þurfa að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Verið sýnileg
  • Klæðist eftir veðri
  • Eins mikið og við elskum hunda verðum við að biðja þá að sitja hjá að þessu sinni.
  • Kerrur eru leyfðar og biðjum við þátttakendur að gera kerrurnar sýnilegar með lýsandi hlutum eða ljósum.
  • Við viljum biðja ykkur um að hlaupa/ganga hægra megin á brautinni til þess að hleypa þeim sem fara hraðar en þú framhjá.
  • Það má alls ekki hlaupa inní Hallgrímskirkju.
  • Sýnið öðrum þátttakendum þolinmæði.
  • Við lofum ekki að norðurljósin láti sjá sig.

    Og munið svo að mæta tímanlega.
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Norðurljósahlaupi Orkusölunnar í febrúar, Miðnæturhlaupi Suzuki í júní, Laugavegshlaupinu í júlí, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst og Reykjavik International Games í janúar.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]