Kort

Hlaupið eða gengið er um miðborg Reykjavíkur á milli helstu kennileita borgarinnar.

Með fyrirvara um breytingar

Hlaupaleiðin

Hlaupið hefst við Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu og hlaupið út Tryggvagötu, yfir á Hverfisgötu. Þaðan liggur leiðin niður Ingólfsstræti, beygt inn Sölvhólsgötu, upp Klapparstíg að Laugavegi. Næst er beygt upp Skólavörðustíg að Hallgrímskirkju þar sem DJ Dóra Júlía tekur á móti þátttakendum með tónlist og stuði. Þátttakendur fara inní kirkjuna og njóta ljósadýraðar inní kirkjunni. Inni í Hallgrímskirkju er eini hluti leiðarinnar þar sem ekki má hlaupa heldur einungis ganga. Þaðan er hlaupið niður Njarðargötu að Laufásvegi þar sem leiðin skiptist og hægt er að hlaupa styttri vegalengd fyrir þau sem treysta sér ekki að fara tæpa 5 km. Almenn hlaupaleið liggur svo að Gömlu Hringbraut, yfir göngubrúnna yfir í Hljómskálagarð. Hlaupið er svo um Tjörnina Bjarkargötu, Skothúsveg, Fríkirkjuveg og þaðan inní Ráðhús Reykjavíkur. Þegar þátttakendur hafa hlaupið í gengum Ráðhúsið hlaupa þau í átt að Austurvelli, Templarasund framhjá Dómkirkjunni og Pósthússtræti að endamarki hjá Hafnarhúsinu þar sem boðið er uppá svalandi drykki í boði Ölgerðarinnar.

 Hlaupaleiðin er tæpir 4-5 km löng. Hægt er að stytta sér leið um 1 km með því að beygja inn Laufásveg til hægri frá Njarðargötu í stað þess að fara til vinstri inn Laufásveg (sjá punktalínur á korti). Þessi stytting verður merkt sérstaklega á leiðinni og gæti hentað þeim sem eru með yngri börn eða bara þreyttir.

 Hér má sjá kort af hlaupaleiðinni 2024:

Truflun á umferð

Óhjákvæmilega verður örlítil truflun á umferð þegar hlauparar fara hjá. Götur verða þó lokaðar í stuttan tíma og umferð hleypt í gegn þegar mögulegt er.

Lokanir á götum frá 17:00 – 20:20
Tryggvagata (frá Grófinni að Kalkofnsvegi)
Naustin
Hafnarstræti
Pósthússtræti

Lokanir á götum frá 18:50 – 19:30
Lækjargata
Hverfisgata (frá Frakkarstíg að Lækjargötu)
Ingólfsstræti 
Skólabrú

Lokanir á götum frá 19:00 – 19:45
Skólavörðustígur
Laugavegur (frá Klapparstíg að Ingólfsstræti)
Sölvhólsgata
Skuggasund
Lindargata
Klapparstígur (Frá Sölvhólsgötu að Grettisgötu)
Skólavörðustígur
Baldursgata
Lokastígur (frá Baldursgötu að Njarðargötu)
Þórsgata (frá Baldursgötu að Njarðargötu)
Eiríksgata (frá Barónsstíg að Frakkastíg)
Frakkastígur (frá Eiríksgötu að Bergþórugötu)
Nönnugata (frá Bragagötu að Njarðargötu)
Urðarstígur (frá Bragagötu að Njarðargötu)
Mímisvegur (frá Freyjugötu að Eiríksgötu)
Laufásvegur (frá Bragagötu að Gömlu Hringbraut)
Bragagata (frá Laufásvegi að Sóleyjargötu)
Kirkjustræti

Lokanir á götum frá 19:10 – 20:10
Bjarkargata
Skothúsvegur (frá Tjarnargötu að Fríkirkjuvegi)
Vonarstræti
Templarasund
Gamla Hringbrautin (til austurs) 

Truflun á umferð frá 19:00 – 20:10
Tryggvagata
Hverfisgata
Kirkjutorg
Bergstaðarstræti
Óðinsgata
Týsgata
Njálsgata
Bjarnarstígur
Njarðargata
Eiríksgata
Fjólugata
Bergstaðarstræti (við Njarðargötu)
Vatnsmýrarvegur (við N1)
Skothúsvegur

Hlauparar á leið upp Skólavörðustíg

Samstarfsaðilar

  • Orkusalan
  • Kristall
  • 66 Norður