Skemmtistöðvar
Ljósapartý í Hafnarhúsinu

Í hlaupinu fara þátttakendur á milli svokallaðra skemmtistöðva. Á skemmtistöðvunum mun tónlist og lýsing leika á alls oddi og verða þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar.

Með fyrirvara um breytingar.

STARTIÐ: LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSIÐ

Hlaupið byrjar og endar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.

HARPAN

Tónlistarhúsið verður upplýst til að fagna þessum degi.

SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR

Plötusnúður og nokkrir dansarar munu gleðja augað á Skólavörðustígnum.

HALLGRÍMSKIRKJA

Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, þar verður ljósa sýning og tónlist sem heldur uppi stemmningunni.

HLJÓMSKÁLINN

Hljómskálinn var byggður árið 1922, þar munu ljósin verða allt í kring og endurspeglast í vatninu í Tjörninni.

SKOTHÚSVEGUR

Skothúsvegur er að hluta brú sem liggur yfir Tjörnina. Þar verður stemmning.

RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR

Ráðhúsið verður skreytt litríkum ljósum og tónlist verður allt í kring þegar þátttakendur hlaupa um bygginguna. Ráðhúsið er staðsett við Tjörnina

DÓMKIRKJAN

Við dómkirkjuna verður ljósa hlið, tónlist og góð stemmning.

MARKIÐ: LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSIÐ

Hlaupið endar í Hafnarhúsinu, sama stað og hlaupið byrjaði. Tónlist, ljós og dans. Ekki gleyma að taka mynd af þér í Ljósmyndahorninu áður en kvöldinu lýkur.

Samstarfsaðilar
  • Garmin
  • Reykjavik Excursions
  • Kristall
  • 66 Norður
  • Orkusalan
  • Margt Smátt
  • Reykjavíkurborg
  • Bændaferðir

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Norðurljósahlaupi Orkusölunnar í febrúar, Miðnæturhlaupi Suzuki í júní, Laugavegshlaupinu í júlí, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst og Reykjavik International Games í janúar/febrúar.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 535 3700 - netfang: [email protected]