Skráning

Skráning hér á vefnum verður opin til miðnættis fimmtudaginn 6. febrúar en einnig verður hægt að skrá sig við afhendingu gagna og á staðnum á hlaupdag, laugardaginn 8. febrúar. Þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því mælum við með því að fólk skrái sig sem fyrst. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega fyrir hlaup og taka þátt í upphitun með okkur.

Verðskrá

Forskráning 1.janúar-7.febrúar
Hlaupdagur 8.febrúar 20% hærra gjald
Einstaklingur
4.900 kr.
5.880 kr.

Einstaklingur|4.900 kr.|5.880 kr.

4 manna fjölskyldu/vinapakki
14.000 kr.
16.800 kr.

4 manna fjölskyldu/vinapakki|14.000 kr.|16.800 kr.

8 ára og yngri
Frítt í fylgd með fullorðnum*
Frítt í fylgd með fullorðnum*

8 ára og yngri|Frítt í fylgd með fullorðnum*|Frítt í fylgd með fullorðnum*

Ofangreind gjöld eru í íslenskum krónum.

Þátttökugjöld eru ekki endurgreidd og ekki er hægt að færa þau yfir á aðra viðburði eða flytja milli ára. Hægt er að gera nafnabreytingu á meðan rafræn skráning er opin í hlaupið á "mínum síðum".

Skráningarpakki

Í skráningarpakkanum er hlaupanúmer, fylgihlutur frá 66° Norður, armband sem blikkar í takt við tónlistina, gleraugu og túpa af andlitsmálningu. Afhendingar tími og staðsetning á afhendingu skráningargagna verða auglýst þegar nær dregur hlaupi.

8 ára og yngri

Skráðir forráðamenn geta tekið börn 8 ára og yngri með sér í hlaupið án þess að skrá þau. Ef börnin taka þátt án þess að skrá sig fá þau engan varning. Hægt verður að kaupa hlaupavarning fyrir þátttakendur við afhendingu gagna og á hlaupadag.

Greiðsluleiðir

Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu debet- og kreditkortum og/eða gjafabréfi þróttabandalags Reykjavíkur. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn. Í gegnum netfangið [email protected] er hægt að fá aðstoð við skráningu.

Skilmálar

Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að lesa skilmálana og hér til að lesa persónuverndarstefnu ÍBR sem er órjúfanlegur hluti af skilmálunum.

Kvittun

Við afhendingu hlaupagagna eru þátttakendur beðnir að hafa kvittun með staðfestingu á skráningu meðferðis, það flýtir fyrir afgreiðslu. Kvittunin er send í tölvupósti til hlaupara þegar skráningu er lokið. Einnig er hægt að finna kvittun til útprentunar á „mínum síðum".

Hópskráning

Í skráningarkerfinu er hægt að skrá nokkra hlaupara/4 manna pakka í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Ekki er þó mælt með að skrá fleiri en 5 í hverri færslu. Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband á netfangið [email protected] og fengið aðstoð.

Þátttakendur á hlaupum upp Skólavörðustíginn

Gjafabréf

Gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur er hægt að kaupa hér.

Hér er hægt að skoða stöðu gjafabréfs, þ.e. hversu mikil inneign er á bréfinu.

SKILMÁLAR GJAFABRÉFA

KAUPA GJAFABRÉF

Við kaup á gjafabréfi þarf að skrá nafn og netfang kaupanda. Velja þarf upphæð og fjölda gjafabréfa. Einnig þarf að velja mynd sem á að prýða gjafabréfið og er hægt að velja úr nokkrum mismunandi myndum úr viðburðunum.

Í boði er að greiða með greiðslukorti (kredit eða debet). Jafnframt býðst val um að kaupa fleiri gjafabréf, t.d. með annarri upphæð og mynd, áður en greiðsla fer fram.

Eftir að greiðsla hefur farið fram berst kaupanda tölvupóstur þar sem kemur fram nafn kaupanda, kennitala, veflykill og útgáfudagsetning. Í viðhengi fylgir með gjafabréf til útprentunar.

GREIÐA MEÐ GJAFABRÉFI

Handhafi gjafabréfsins fær val um að greiða með gjafabréfi þegar hann skráir sig í viðburð á vegum Íþróttabandalagsins. Hann slær inn veflykil og upphæð þátttökugjalds lækkar sem gjafabréfinu nemur. Sé gjafabréfið ekki fullnýtt má nota það aftur við skráningu í viðburð innan gildistímans. Hægt er að skoða stöðuna á gjafabréfinu hér.

Samstarfsaðilar
  • Merki Korta

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Norðurljósahlaupi Orkusölunnar í febrúar, Miðnæturhlaupi Suzuki í júní, Laugavegshlaupinu í júlí, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst og Reykjavik International Games í janúar.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]