Skráning

Skráning hér á vefnum verður opin til miðnættis 3. febrúar 2023 en einnig verður hægt að skrá sig við afhendingu gagna og á staðnum á hlaupdag, laugardaginn 4. febrúar 2023 nema uppselt sé í hlaupið.

  Verðskrá

  Forskráning 5. október - 31. desember
  Forskráning 1.janúar-3.febrúar
  Hlaupdagur 4.febrúar 20% hærra gjald
  Einstaklingur
  kr.
  kr.
  kr.

  Einstaklingur| kr.| kr. | kr.

  4 manna fjölskyldu/vinapakki
  kr.
  kr.
  kr.

  4 manna fjölskyldu/vinapakki| kr.| kr.| kr.

  8 ára og yngri
  Frítt í fylgd með fullorðnum*
  Frítt í fylgd með fullorðnum*
  Frítt í fylgd með fullorðnum*

  8 ára og yngri|Frítt í fylgd með fullorðnum*|Frítt í fylgd með fullorðnum*|Frítt í fylgd með fullorðnum*|

  Ofangreind gjöld eru í íslenskum krónum.

  Þátttökugjöld eru færð yfir á næsta ár ef viðburður fellur niður og fást einungis endurgreidd ef þátttakandi óskar eftir því. Hægt er að gera nafnabreytingu á meðan rafræn skráning er opin í hlaupið á "mínum síðum".

  Skráningarpakki

  Í skráningarpakkanum er hlaupanúmer, glaðningur frá 66° Norður, armband sem blikkar í takt við tónlistina og túpu af andlitsmálningu. Afhending gagna mun fara fram í verslun 66°norður á Faxafeni 12. Föstudaginn 3. febrúar klukkan 12:00 - 21:00 og laugardaginn 4. febrúar (hlaupdag) klukkan 10:00 - 17:00.

  Fjölskyldu/vinapakki

  Fjölskyldu / vinapakkinn inniheldur fjögur hlaupanúmer, tvo glaðninga frá 66°norður, tvö glowstick, fjögur armbönd sem blikka í takt við tónlistina og fjórar túbur af andlitsmálningu.

  8 ára og yngri

  Skráðir forráðamenn geta tekið börn 8 ára og yngri með sér í hlaupið án þess að skrá þau. Ef börnin taka þátt án þess að skrá sig fá þau engan varning. Hægt verður að kaupa hlaupavarning fyrir þátttakendur við afhendingu gagna og á hlaupadag.

  Greiðsluleiðir

  Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu debet- og kreditkortum og/eða gjafabréfi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn. Í gegnum netfangið [email protected] er hægt að fá aðstoð við skráningu.

  Skilmálar

  Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að lesa skilmálana og hér til að lesa persónuverndarstefnu ÍBR sem er órjúfanlegur hluti af skilmálunum.

  Kvittun

  Við afhendingu hlaupagagna eru þátttakendur beðnir að hafa kvittun með staðfestingu á skráningu meðferðis, það flýtir fyrir afgreiðslu. Kvittunin er send í tölvupósti til hlaupara þegar skráningu er lokið. Einnig er hægt að finna kvittun til útprentunar á „mínum síðum".

  Afhending gagna

  Afhending gagna mun fara fram í verslun 66°norður - Faxafeni 12

  Hægt verður að ná í gögnin á eftirfarandi tímum:

  • Föstudaginn 3. febrúar: 16:00 - 21:00
  • Laugardaginn 4. febrúar (hlaupdag): 10:00 - 17:00

  Hópskráning

  Í skráningarkerfinu er hægt að skrá nokkra hlaupara/4 manna pakka í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Ekki er þó mælt með að skrá fleiri en 5 í hverri færslu. Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband á netfangið [email protected] og fengið aðstoð.

  Þátttakendur á hlaupum upp Skólavörðustíginn

  Samstarfsaðilar
  • Reykjavik Excursions
  • Kristall
  • 66 Norður
  • Orkusalan
  • Margt Smátt
  • Reykjavíkurborg
  • Bændaferðir

  Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Norðurljósahlaupi Orkusölunnar í febrúar, Miðnæturhlaupi Suzuki í júní, Laugavegshlaupinu í júlí, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst og Reykjavik International Games í janúar/febrúar.

  Íþróttabandalag Reykjavíkur
  Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 535 3700 - netfang: [email protected]